Í mörg ár hafa augnlæknar og fræðimenn unnið að því að bæta framkvæmd aðgerða vegna ský á augastein með því að nota laser tækni í stað hljóðbylgju án þess þó að samstaða hefur náðst um hvaða leiðir skulu farnar að því markmiði. Vandamálið er að tækin sem notuð eru við skurðaðgerðirnar eru mjög dýr auk þess sem stærsta vandamálið er hugbúnaðurinn í tækjunum sem ekki hefur náð að sérsníða aðgerðirnar að fullu fyrir hvern og einn sjúkling. Hefur Svjetlost undanfarna mánuði unnið náið með hönnuðum næstu kynslóða hugbúnaðar fyrir þessa nyju tækni sem hefur leitt til þess að Johnson & Johnson hefur gefið Svjetlost afar dýrt laser tæki sem er afrakstur samvinnu þeirra á þessu sviði. Var það gert til þess að Svjetlost gæti orðið þjálfunarmiðstöð fyrir aðrar augnlæknastofur í Evrópu fyrir þetta tæki og hugbúnað sem því fylgir sem notar laser við augasteinsskipti. Alþjóðlegt fyrirtæki eins og Johnson & Johnson hefði geta valið úr samstarfsaðilum um allan heim en völdu Svjetlost í Króatíu sem sýnir enn og aftur gæði og reynslu þeirrar þjónustu sem Svjetlost býr yfir.
Þegar kemur að því að skipta um augastein sem er orðinn mjög óskýr þá getur bati með hefðbundinni skurðaðgerð með hljóðbylgju tekið nokkrar vikur í stað 24 klukkutíma með hinni nýju laser tækni. Með því að nota laser er batatíminn styttur verulega auk þess sem árangur aðgerðarinnar er jafngóður ef ekki betri en með hefðbundinni skurðaðgerð.