Crois d.o.o. er króatískt fyrirtæki með aðsetur í Zadar og starfar á sviði heilsutengdrar ferðaþjónustu. Eigendur félagsins eru frá Íslandi og eftir að hafa dvalið töluvert í Króatíu, við siglingar til nærliggjandi eyja og heimsótt litlu þorpin og þjóðgarðanna, keyptum við litla íbúð í Sukošan sem er lítill bær 7 km frá borginni Zadar. Við tókum fljótlega eftir því að í Króatíu er í boði læknaþjónusta í einstaklega háum gæðum og ákváðum við að auðvelda Íslendingum að nýta sér hana og um leið njóta þess sem Króatía hefur uppá að bjóða. Við erum stolt af því að kynna tvö háskólasjúkrahús og tvær tannlæknastofur í Króatíu og veita Íslendingum allar tiltækar upplýsingar svo þeir geti tekið vel upplýsta ákvörðun um hvernig hægt sé að nýta sér þá þjónustu. Þetta felur í sér allar tiltækar upplýsingar varðandi tímabókun hjá viðkomandi spítala eða tannlæknastofu, ferðalög til landsins, gistingu og þann ávinning sem í boði er, svo sem mögulegan afslátt, flutning frá flugvelli á heilsugæslustöð, umönnun meðan á meðferð stendur og afþreyingu meðan á meðferð og endurhæfingu stendur. Að auki bjóða þessi sjúkrahús og læknastofur þjónustu sína án biðlista. Sett er upp ákveðin verk- og tímaáætlun til að auðvelda fólki að skipuleggja sig og sameina þá ánægju að njóta þess sem Króatía hefur að bjóða í afþreyingu meðan á læknismeðferð stendur.
Svjetlost háskólasjúkrahús á sviði augnlækninga er ein stærsta og best útbúna augnlæknastofan í Evrópu. Þar starfa sérhæfðir augnlæknar sem nota þá nýjustu tækni sem völ er á í dag. Svjetlost gerir miklar kröfur um tækni og þekkingu og er þekkt af því að bjóða upp á nýjustu framfarir í augnlækningum sem er í boði á hverjum tíma. Er Svjetlost fyrsta einkarekna augnlæknastofnan í Króatíu með höfðuðstöðvar í Zagreb en útibú í fimm öðrum löndum. Starfandi augnæknar hjá Svjetlost eru taldir meðal fremstu sérfræðinga á sínu sviði í heiminum í dag með bæði yfirgripsmikla fræðilega reynslu og tugþúsundir aðgerða að baki. Þeir rannsaka hvern sjúkling fyrir sig sérstaklega til þess að tryggja bestu mögulegu lækningu við hverju því sjúkdómstilfelli sem á að meðhöndla í hvert skipti.
St. Catherine sjúkrahúsið í Króatíu er evrópskt hágæða sjúkrahús (“European centre of excellence”) sem leggur áherslu á sérhæfðar læknisfræðilegar greiningar, bæklunaraðgerðir, liðskiptaaðgerðir, bakaðgerðir, verkjameðferðir og aðrar læknisfræðilegar sérgreinar. St Catherine sjúkrahúsið sameinar þverfaglega læknisfræðilega nálgun með því að notast við nýjasta tækjabúnað til að veita bestu mögulegar greiningar, meðferðir og læknisfræðilegar athuganir. Á St. Catherine sjúkrahúsinu starfa framúrskarandi sérfræðingar sem stunda stöðuga símenntun til að bæta læknisfræðilega þekkingu til að tryggja að sjúklingar fái bestu mögulegu lækningu sem völ er á. Sérfræðilæknar hjá St. Catherine eiga í samstarfi við alla fjóra læknaháskólana í Króatíu (Zagreb, Rijeka, Split og Osijek). Spítalinn er einnig kennsluspítali fyrir stóra króatíska háskóla og læknaháskóla og hefur leyfi til að stunda rannsóknir á sviði lífeðlisfræði. Ráðuneyti vísinda og menntunar í Króatíu hefur útnefnt St. Catherine sjúkrahúsið sem “Vísindamiðstöð fyrir einstaklingsmiðaðar læknismeðferðir í Króatíu”.
Rident tannlæknastofan var stofnuð árið 2003 í borginni Rijeka eftir framtíðarsýn og markmiðum stofnanda þess og forstöðumanns Željka Miljanića, DMD. Frá upphafi hefur markmið Rident verið að fá sjúklinga sína til að brosa aftur. Með nýjasta tækjabúnaði sem völ er á og vaxandi fjölda sérfræðinga býður Rident upp á alhliða tannlæknaþjónustu í samræmi við það sem best gerist í heiminum í dag. Rident opnaði sína fyrstu tannlæknastofu í Rijeka með 6 stofum og á 15 árum hefur þeim fjölgað í 24 stofur. Til að veita víðtæka og heildstæða tannlæknaþjónustu starfrækir Rident einnig röntgendeild, tannsmíðadeild og skurðdeild. Í maí 2013 opnaði Rident síðan aðra tannlæknastofu í Poreč með 16 nútímalegar stofur í þeim tilgangi að veita hágæða tannlæknaþjónustu. Með því að veita alhliða þjónustu á einum stað gerir Rident kleift að tryggja að hver og einn sjúklingur fá framúrskarandi tannlæknaþjónustu og fari brosandi heim að verki loknu. Í dag starfa 150 starfsmenn hjá Rident og mynda þverfagleg teymi lækna, sérfræðinga í ýmsum greinum tannlækninga, tannsmiði og tæknimönnum sem bjóða upp á nútímalega og alhliða tannlæknaþjónustu. Rident starfrækir 38 stofur, tvær röntgendeildir, tvær skurðdeildir og þrjár tannsmíðastofur í Rijeka og Poreč í Króatíu. Rident er stærsta tannlæknastofan í Króatíu og þjónar 60.000 viðskiptavinum árlega.
Dentex tannlæknastofan og tannplanta miðstöðin er staðsett í borginni Zadar og hefur frá stofnun fest sig í sessi sem nútímaleg hátæknimiðstöð tannlækninga. Sérfræðingateymi lækna og aðstoðarmanna Dentex býður framúrskarandi tannlæknaþjónustu í samræmi við nýjustu tækni sem í boði er, hágæða tannlækningaefni og nútímalega tannlæknastofu. Markmið Dentex er að veita sjúklingum framúrskarandi alhliða tannlæknaþjónustu og sérstaka umhyggju í formi viðbótar ávinnings. Þau viðbótar hlunnindi eru m.a akstur til Dentex, gisting og umönnun sjúklinga sem og ábyrgð á viðgerðum og þjónustu. Vegna þjónustugæða hefur Dentex vaxið og orðið ein þekktasta tannlæknastofa í Króatíu og nágrannalöndum.
Króatía varð 28. aðildarríki Evrópusambandsins 1. júlí 2013. Hvað varðar þá sjúkratryggingu sem Íslendingum stendur til boða þá geta þeir valið hvar þeir kjósa að fá læknismeðferð innan Evrópska efnahagssvæðisins (EES), en EES-samningnum myndar lögformleg tengsl Íslands við Evrópusambandið. EES-samningurinn, sem tók gildi 1. janúar 1994, tengir m.ö.o. aðildarríki Evrópusambandsins og EFTA-ríkin þrjú - Ísland, Liechtenstein og Noreg - á einum svonefndum innri markaði. Með EES-samningnum er m.a. Íslendingum tryggð jöfn réttindi og skyldur á við aðra íbúa á hinu Evrópska efnahagssvæði. Auk grundvallarákvæða EES-samningsins um frjálsan flutning á vörum og þjónustu, frjálsa för og atvinnuréttindi í öllum 31 EES-ríkjunum, felur samningurinn m.a. í sér ákvæði sem tryggja visst samræmi í réttindum íbúa EES-ríkja til sjúkratrygginga. Í þessu felst m.a. að Íslendingar eiga rétt á sjúkratyggingu með sambærilegum hætti og hér á landi þótt þeir sæki sér læknisþjónustu til Króatíu.
Crois d.o.o. er sjálfstætt fyrirtæki og er ekki í neinum eignatengslum við ofangreindar tannlæknastofur eða er rekið sem hluti af þeirra starfsemi.
Crois d.o.o. veitir upplýsingar og stuðning til þeirra sem leita sér læknisaðstoðar til Króatíu og ber ekki ábyrgð á árangri læknismeðferða. Ef einstaklingur ákveður að þiggja læknishjálp á grundvelli upplýsinga sem hann hefur fengið hjá Crois d.o.o. þá er ákvörðunin alfarið hans. Ef sjúklingur leitar sér læknisaðstoðar þá mun viðkomandi læknastofa sem framkvæmir meðferðina alltaf bera fulla ábyrgð á niðurstöðu hennar. Við hvetjum því alla sjúklinga til að skoða vel og meta mögulegan árangur og ábyrgðir hjá viðkomandi læknastofu sem valin er áður en ákvörðun er tekin um læknismeðferð í framtíðinni og ávallt velja besta mögulegan valkost sem í boði er.
Allt efni og myndir er birt með góðfúslegu leyfi Svjetlost, St. Catherine, Rident og Dentex.
Hafðu samband við okkur í dag, fáðu ókeypis ráðgjöf og aðstoð við að skipuleggja heilsu- og upplifunarferð þína til Króatíu.