Hefur þér einhvern tíma dottið í hug að þú gætir verið í fríi við fallega strönd og á sama tíma farið til tannlæknis? Það er allt mögulegt hjá Dentex, tannlæknastofunni í Króatíu, sem staðsett er í bænum Zadar. Dentex veitir skjót svör við fyrirspurnum, býður hagstæð verð fyrir alhliða tannlæknaþjónustu í hæsta gæðaflokki, skipuleggur komu þína, tekur á móti þér og keyrir á tannlæknastofuna. Dentex framkvæmir ítarlega skoðun með Dentech tanngreiningarkerfi, veitir ráðgjöf um meðferðir, framkvæmd og viðgerðir, allt unnið af teymi sérfræðinga. Húsnæði Dentex er sérlega aðlaðandi með nútímalegri biðstofu og tannlæknaaðstöðu. Þar er einnig í boði gisting í glæsilegum svítum og veitir Dentex einnig upplýsingar um áhugaverða staði í borginni fyrir ferðamenn og margt fleira.
Frá stofnun hefur Dentex fest sig í sessi sem nútímaleg og hátæknileg tannlæknastofa. Hjá Dentex er teymi tannlækna, sérfræðinga og aðstoðarmanna sem notast við nýjustu tækni og efni í nútímalegu húsnæði og við framúrskarandi aðstæður. Dentex fjárfestir stöðugt í menntun í nýjustu þekkingu, búnaði og efnum og leggur áherslu á að fylgja stöðugum framförum sem eiga sér stað í tannlækningum. Nútímatækni og hágæða tannsmíðaefni gerir Dentex kleift að veita framúrskarandi þjónustu á sviði greiningar, tanngerva (þ.e. tannplanta/ implant), brúa og króna, skurðaðgerða, meðferða sjúkdóma í tannholdi, fegrunaraðgerða og almennra tannlækninga.
Dentex greinir ástand tannholdsins til þess að meta hugsanlega áhættu og hvaða meðferð sé best fyrir hvern og einn. Í þessari greiningarvinnu hefur Dentex til ráðstöfunar háþróaðan búnaður, svo sem þrívíddar skanna, búnað fyrir kjálkasneiðmyndatöku (OPG) og fyrir stafrænar myndatökur í munnholi.
Öll tannsmíði er framkvæmd í nútímalegri rannsóknarstofu hjá Dentex sem setur tækni og þekkingu í fyrsta sæti. Rannsóknarstofan er í sama húsnæði og tannlæknastofan sem gerir kleift að búa til tanngervi með bestu gæðum og nákvæmni. Í öllu ferlinu eru tannsmiðir og tannlæknar Dentex í stöðugu sambandi sín á milli til þess að tryggja bestu mögulega útkomu fyrir sjúklinginn.
Dentex leitast við að fara fram úr væntingum viðskiptavina sinna með framúrskarandi tannlæknaþjónustu. Dentex viðurkennir einnig að tími er mikilvægur þáttur fyrir sjúklinginn þegar kemur að umfangsmiklum og flóknum tannviðgerðum. Þetta er sérstaklega mikilvægt fyrir skjólstæðinga Dentex sem ekki búa í Zadar heldur ferðast langt að til að sækja tannlæknaþjónustu og njóta orlofs á sama tíma. Þess vegna er mikilvægt að tannlæknaþjónusta Dentex er öll framkvæmd í sama húsnæði stofunnar í Zadar til að tryggja samræmi og gæði á sem skemmstum tíma sem mögulegt er í þágu viðskiptavinarins.
Dentex hefur innleitt gæðastjórnunarkerfi byggt á ISO 9001: 2015 staðlinum sem er hannað til að styðja við viðleitni fyrirtækisins til að mæta þörfum viðskiptavina og tryggja stöðugar gæðakröfur. Þetta er sérstaklega mikilvægt fyrir alla viðskiptavini Dentex og til að öðlast traust þeirra á þjónustunni og ánægju að verki loknu. Dentex veit að þetta er langtímavinna sem stöðugt þarf að huga að og er því sífellt að keppast við að bæta heildarþjónustu sína til þess að veita hágæða tannlæknaþjónustu fyrir viðskiptavini sína öllum stundum.
Ásamt því að veita hágæða tannlæknaþjónustu býður Dentex einnig sérstakan ávinning fyrir skjólstæðinga sína eins og:
1. Að hitta sjúklinga og fylgja þeim á tannlæknastofuna.
2. Skutluþjónusta í sérmerktum bifreiðum stofunnar.
3. Lúxus biðstofa og slökunarherbergi sem telur 200 fermetra.
4. Gisting í eins eða tveggja manna herbergi sem er staðsett í sama húsnæði og tannlæknastofan fyrir viðskiptavini sem koma langt að.
5. Stöðug umönnun sjúklinga af starfsmönnum Dentex meðan á meðferð stendur og eftir að henni lýkur.
Markmið Dentex er að tannlæknaþjónustan sem veitt er skili viðskiptavinum jákvæðri reynslu og ánægju með útkomu að verki loknu. Tannlæknastofnan notar nýjustu tækni til að tryggja bestu mögulegu útkomu óháð því hvert ástand tannanna er. Dentex ábyrgist að efni og þjónusta sé gallalaus. Í því skyni veitir Dentex tíu ára ábyrgð á vinnu og tanngervum og að þeim verði skipt út án endurgjalds ef í ljós kemur að viðgerðin hafi ekki samræmst þeim eiginleikum og endingu sem ætlast var til.