Sjónhimnuaðgerðir

Sykursýki er helsta orsökin fyrir blindu og skertri sjón um allan heim og koma breytingarnar aðallega fram í sjónhimnu. Þeir einstaklingar sem þjást af sykursýki eru í meiri hættu en aðrir að fá ýmsar sýkingar sem valda hrörnun í augum. Fyrstu merkin eru litlar blæðingar og æðapokar í háræðum sjónhimnu og verður fólk yfirleitt ekki vart við fyrstu einkenni sjúkdómsins.

Sjónhimnan er lag af ljósnæmum skynfrumum. Myndin sem lendir á sjónhimnunni er á hvolfi. Þegar ljósgeislarnir lenda á skynfrumum senda þær frá sér taugaboð sem berst eftir sjóntauginni og aftur í heila. Heilinn túlkar svo boðin og vinnur úr þeim mynd sem snýr rétt, af því sem fyrir augað ber.

Sjónhimnulos (e. Retinal detachment) gerist þegar los verður á sjónhimnunni, sem er himnan sem þekur augað að innan (einskonar veggfóður augans). Þessi himna er merkileg að því leyti að hún greinir ljós og sendir boð um það til heilans, sem síðan vinnur úr því þannig að við sjáum mynd. Sjónhimnulos er neyðartilvik sem þarf að bregðast við eins fljótt og auðið er og helst innan sólarhrings. Sjónhimnulos er meðhöndlað með skurðaðgerð sem kallast glerhlaupsaðgerð (e. vitrectomy). Glerhlaupsaðgerð er ein flóknasta smásjáraðgerð sem gerð er en sjúkdómurinn er meðhöndlaður við afturhluta augans. Á síðustu 20 árum hefur orðið veruleg þróun í tækni og skurðaðgerðum sem hefur gert kleift að framkvæma aðgerð á afturhluta augans sem ekki hefur verið hægt að gera áður. Þetta eru meðal erfiðustu augnsjúkdóma sem fyrir finnast og geta falið í sér blæðingar djúpt inn í augum, sjónhimnulos, bólgur í augu, alvarlega sjónskerðingu, o.s.frv.

Crois d.o.o. er sjálfstætt fyrirtæki og er ekki í neinum eignatengslum við Svjetlost augnlæknasjúkrahús eða er rekið sem hluti af þeirra starfsemi.