Rident tannlæknastofa

Rident tannlæknastofa var stofnuð árið 2003 í borginni Rijeka eftir framtíðarsýn og markmiðum stofnanda þess og forstöðumanns Željka Miljanića, DMD. Frá upphafi var markmið Rident að fá sjúklinga sína til að brosa aftur. Með hátæknibúnaði og bestu mögulegum hráefnum býður Rident alhliða tannlæknaþjónustu í samræmi við það sem best gerist í heiminum í dag.

Rident opnaði sína fyrstu tannlæknastofu í Rijeka með 6 stofum og eftir 15 ár hafði þeim fjölgað í 24. Til að veita víðtæka og heildstæða tannlæknaþjónustu starfrækir Rident einnig röntgendeild, tannsmíðadeild og skurðdeild. Í maí 2013 opnaði Rident síðan aðra tannlæknastofu í Poreč með 16 nútímalegum stofum í þeim tilgangi að veita hágæða tannlæknaþjónustu. Með því að veita alhliða þjónustu á einum stað gerir Rident kleift að tryggja að hver og einn sjúklingur fái framúrskarandi tannlæknaþjónustu og fari brosandi heim að verki loknu.

Í dag starfa 150 starfsmenn hjá Rident og mynda þverfagleg teymi lækna, sérfræðinga í ýmsum greinum tannlækninga, tannsmíði og tæknimönnum sem bjóða upp á nútímalega og alhliða tannlæknaþjónustu. Rident starfrækir 38 stofur, tvær röntgendeildir, tvær skurðdeildir og þrjár tannsmíðastofur í Rijeka og Poreč. Rident er stærsta tannlæknastofan í Króatíu og þjónar 60.000 viðskiptavinum árlega.

Framtíðarsýn

Með því að halda áfram að vera leiðandi á sínu landssvæði og bjóða upp á heildstæða tannlæknaþjónustu sér Rident fram á að vera ávallt skrefi á undan sínum samkeppnisaðilum. Leggur Rident áherslu á að halda samkeppnisforskoti sínu í Króatíu og afla nýrra markaða í nágrannalöndunum með því að þjóna ánægðum viðskiptavinum, markmiðum starfsmanna, stjórnarmanna, viðskiptafélaga og samfélagsins í heild.

Tilgangur

Með stöðluðu verklagi, framúrskarandi gæðum og færni starfsmanna skapar Rident nýtt bros hjá viðskiptavinum sínum að verki loknu sem oftast fer fram úr væntingum og eflir traust þeirra.

Rident vinnur að stöðugri þróun með virkri þátttöku stjórnar félagsins sem endurspeglast í gæðastefnu félagsins.

GÆÐISSTEFNA

Öll starfsemi Rident fer fram í samræmi við þarfir viðskiptavina þar sem stöðugt er verið að bæta gæði verkferla eftir samþykktum verklagsreglum sem fara eftir:

• kröfum gildandi löggjafar,

• sérþekkingu, hvatningu og hollustu starfsmanna,

• beitingu háþróaðrar tækni og nútíma þekkingu í tannlækningum,

• samstarfi við viðskiptavini og birgja,

• stöðugri umhyggju fyrir öryggi sjúklinga, starfsmanna og velferð þeirra.

Rident skilar brosi!

Útkomunni er náð með stjórnun og stöðugum gæðabótum í samræmi við ISO 9001: 2015 staðla.

Nýtt bros með stafrænni útlitshönnun

DSD þjónusta (Digital Smile Design) notar stafræna ljósmyndatækni til að skipuleggja þá útlitshönnun sem viðskiptavinurinn leitast eftir til að kalla fram fallegt bros. Andlit sjúklings, bros, tjáning og tennur er skoðað út frá ljósmyndum til þess að skapa og móta fallegt og aðlaðandi bros. Þegar sjúklingurinn er ánægður með fyrirhugaðar niðurstöður og útlit er lágmarksslípun gerð á tönnum til að undirbúa þær fyrir lokaskönnun. Með skönnuninni er endanleg mót tanna sjúklings útbúin sem notuð eru til tannsmíðagerðar. Sjúklingurinn ákveður ásamt tannlækni hvaða efni verða notuð. Þegar nýjum tönnum hefur verið komið fyrir er markmiðinu um nýtt og fallegt bros náð fram.

Share Links