Miðstöð taugalækninga

Taugalækningadeild St. Catherine sérgreinasjúkrahúsins annast breytt svið taugafræðilegra prófana og greininga. Er deildin vel tækjum búin til að framkvæma alhliða hagnýtar greiningar á bæði úttauga- og miðtaugakerfi, þar með talið heila, mænu, úttauga og vöðva. Greiningar fela einnig í sér fágætar prófanir á borð við taugavöðvamótapróf (neuromuscular junction testing) og próf til að greina ýmsa vitrænar truflanir (Cognitive evoked potentials) sem nýtur vaxandi vinsælda. Á deildinni geta sjúklingar fyrst fengið forskoðun og síðan stöðugt eftirliti sérfræðinga vegna ýmssa taugasjúkdóma eins og flogaveiki, eða mænu sem eru lýsandi fyrir MS, parkinsonssjúkdóm og heilabilun.

Nicolet EDX búnaður með Synergy hugbúnaði er notaður við rafgreiningu (EMNG) og greiningu með prófunum á mögulegum breytingum á heilaberki (EP - AEP, BAER, VEP, ERP, P300). Þetta próf er notað til að aðgreina vandamál sem eiga sér upptök í taugakerfinu frá rýrnun eða beytingum í vöðvakerfi, greina vandamál í taugarrót, útlægum taugakvilla, skemmdum í vöðva- og/eða í taugavöðvamóti og sjúkdóma eins og settaugarbólgu (lumboischialgia), hálstognun, sinaskeiðabólgu, fjöltaugakvilla, vöðvarvisnun, taugasjúkdóma af sjálfsnæmisuppruna (polyradiculoneuritis), vöðvasleni, vöðvaspennu og skjálfta.

Aðrar prófanir sem gerðar eru eru:

  • Mæling á rafvirkni (EMNG) í efri útlimum, EMNG í neðri útlimum, EMG í andlitsvöðvum með Blink-reflex próf, Tetany-próf, tíðnigreining á skjálfta og greiningar á ósjálfráðum hreyfingum.
  • Sjónræn (VEP), hljóð (BAER, AEP) og næmispróf (SSEP) sem framkalla skilvitlega eða hugræð viðbrögð (ERP, P300).

Nicolet Natus EEG 32 rása tæki nýtist til hagnýtrar greiningar á miðtaugakerfi: venjuleg rafgreining (EEG) og rafgreining með því að nota virkni aðferðir (ljósörvun, ofþrýstingur, svefnleysi).

Allur búnaður deildarinnar tilheyrir nýjustu kynslóð greiningartækja og hafa sérfræðinga St. Catherine meira en 25 ára klíníska reynslu á sínu sviði.

Share Links