Miðstöð kvennadeildar

Á St. Catherine sérgreinasjúkrahúsinu er rekin sérstök kvennadeild þar sem konur fá sérhæfða meðhöndlun og einstaklingsbundna læknisaðstoð. Kvennadeildin er rekin undir forystu Ivana Erceg Ivkosic, M.D, Ph.D, sem er sérfræðingur í frjósemismeðferðum. Er deildin búin fullkomnustu tækjum, svo sem Philips Epiq 7 ómskoðun og býður upp á heildarskimun (almenna heilsufarsskoðun, ómskoðun og pap próf til að greina óeðlilega frumumyndun í leghálsi), kynfræðslu, fræðslu um getnaðarvarnir og fjölskylduráðgjöf, meðgöngueftirlit og tíðahvörf. Sérstök áhersla er lögð á meðferð við ófrjósemi með læknisfræðilegu mati, meðhöndlun og ráðgjöf sem dr. Erceg Ivkosic kvensjúkdómalæknir hefur umsjón með. Áætlað er að um15 til 20 prósent hjóna um allan heim kljást við ófrjósemi sem mun því miður koma til með að aukast í framtíðinni. Dr. Erceg Ivkosic er sú eina sem hefur viðurkennt NaPro Technology próf sem kvensjúkdómalæknir í Króatíu og nálægum löndunum fyrir náttúrulyf við ófrjósemi sem er mjög mikilvægt fyrir mörg pör sem vilja ekki nýta sér glasafrjóvgun (IVF). Einnig er fyrirhugað að deildin bjóði upp á glasafrjóganir í nánustu framtíð. Af annari þjónustu má nefna leghálsskimun, HPV arfgerð, litlar skurðaðgerðir (ígræðsla og útlistun á legi í bláæðum þar á meðal Mirena), rannsókn á legslímu og greining á vefjasýni, meðferð við legslímuflakki, meðgöngupróf o.fl. Í náinni framtíð eru áætlanir um að hefja stofnfrumumeðferðir sem er hægt að nota við óþægindum í æxlunarfærum, þar með talið þvagleka, endurmyndunar-læknisfræði, meðferðir sem tengjast endurnýjun, vellíðan, fegrun, ófrjósemi o.fl.

Á kvennadeildin er ástunduð einstaklingsmiðuð læknismeðferð sem sniðin er að þörfum hvers og eins sjúklings fyrir sig. Við þá meðferð er stuðst við nýjustu og bestu mögulegar greiningar- og meðferðarúrræði sem völ er á í heiminum dag.

Share Links