Miðstöð hrygg - og bakvandamála

St. Catherine sérgreinasjúkrahúsið í Króatíu býður upp á greiningu og meðferð við sársaukafullum bakvandamálum með nýjustu aðferðum til að bæta lífsgæði sjúklinga. Skurðlæknateymi spítalans sérhæfa sig í lækningum sem hafa í för með sér lágmarks inngrip í meðferðum og skurðaðgerðum á hrygg og baki. Sérfræðingar við St. Catherine ástunda einstaklingsbundna nálgun á bakvandamálum sjúklinga sinna sem felur í sér alhliða greiningu á bráðum og krónískum sársauka á öllum svæðum hryggsins.

Nútíma lifnaðarhættir hafa í för með sér minni hreyfingu þar sem kyrrsetuvinna og minni hreyfing auka hrörnunarbreytingar á baki og í hrygg. Að minnsta kosti 80% fólks kljást að minnsta kosti einu sinni á ævinni við bakverki og um 10% sjúklinga þjást af langvinnum verkjum (sem vara lengur en 12 vikur). Meðal orsaka bakverkja eru brjósklos, spjaldmjöðm, mjúkvefur og bein þrengsl í mænugöngum, hryggskekkja og vansköpun hryggsins.

Á deildinni eru stundaðar aðgerðir með lágmarksinngripum þar sem staðdeyfing er notuð til þess að komast að orsökum bakverkja. St. Catherine sjúkrahúsið framkvæmir einnig aðgerðir á öllum hluta hryggsins við meðferð á brjósklosi, til að auka stöðugleika á hrygg með lágmarks inngripum auk þess að koma fyrir málmtækjabúnaði til að auka stöðugleika á mænuhlutum meðan bein myndast milli hryggjaliðanna. Aðgerðir eru framkvæmdar í háþróaðri skurðstofu sem er búin Philips Veradius stafrænu röntgengeislabúnaði.

Deildin framkvæmir eftirfarandi skurðaðgerðir:

  • Lágmarksinngrip á hryggjasúlu vegna brjóskloss
  • Til að aflétta þrýsting af klemmdri taug
  • Aðgerð á hrygg með sjónrænu tæki (Endoscopic)
  • Örskurðaðgerð (Microdiscectomy) til að létta þrýsting frá mænutaug
  • Aðgerð við sársauka sem stafar af hryggbroti (Kyphoplasty)
  • Aðgerðir á hrygg

Share Links