Miðstöð hjartalækninga

Sérfræðingar á St. Catherine sérgreinasjúkrahúsinu bjóða upp á hágæða þjónustu við greiningu og

meðhöndlun á ýmsum hjartasjúkdómum. Í boði er m.a. þessi þjónusta:

  • Fyrirbyggjandi hjartalækningar - ákvarðanir um áhættuþætti hjarta- og æðasjúkdóma og meðferð á áhættuþáttum sem greinast til frumforvarna
  • Fyrirbyggjandi hjartalækningar hjá sjúklingum með hjarta- og æðasjúkdóma fyrir annars og þriðja stigs forvarnir
  • Greining og meðferð hjartsláttartruflana
  • Greining og meðferð háþrýstings
  • Greining og lyfjameðferð við langvinnri hjartabilun
  • Greining og meðferð sjúklinga með kransæðasjúkdóm

Hjartalæknar og starfsfólk hjá St. Catherine eru einnig leiðandi í forvörnum við skyndidauða íþróttamanna og eiga í samstarfi við aðra sérfræðinga á þessu sviði í Bandaríkjunum, Kanada, Króatíu og Þýskalandi. Hefur samstarfshópurinn birt niðurstöður sem tengjast hlutverki tiltekinna erfðamerkja sem eru hugsanlega forspár fyrir skyndilegu hjartastoppi hjá íþróttamönnum. Sem hluti af þeirri áætlun hefur sérstök þjónusta verið þróuð fyrir alla sjúklinga sem felur í sér ítarlegar klínískar rannsóknir og markviss erfðapróf.

Share Links