Miðstöð geisla- og myndgreiningardeildar

Á geisla- og myndgreiningardeild St. Catherine sérgreinasjúkrahúsins í Króatíu eru framkvæmdar greiningar sem notaðar eru í tengslum við meðferð stoðkerfisvandamála vöðva og beina, bæklunarskurðlækningar, hryggvandamál og klíniska meðferð á kviðarholi. Árlega eru gerðar um 15.000 myndgreiningar á sjúkrahúsinu, þar á meðal segulómun (MRI), röntgengeislun og ómskoðun.

Geisla- og myndgreiningardeild St. Catherine framkvæmir hágæða greiningar á ólíkum sjúkdómum og eru þær undirstaða við val á ólíkum meðferðarúrræðum. Á þann hátt eru lífsgæði sjúkllingsins bætt með háþróaðri myndgreiningartækni með segulómun, röntgen og ómskoðun með þróun nýrra tækni sem flýtir greiningu og meðferð við mismunandi sjúkdómum.

Geisla- og myndgreiningardeild notar nýjasta og fullkomnasta tæknibúnaðinn sem völ er á til að veita eins vítt sjónarhorn á viðfangsefninu og mögulegt er. Meðal annars er deildin búin nýjustu Siemens MRI segulómtækinu, MAGNETOM Avanto, A Tim System með 1,5T myndgreiningu, Philips Epiq 7 Premium Color Doppler ómtæki, Philips Affiniti 70g ómskoðunartæki með lita hljóðbylgjutækni “doppler” o.fl. Skurðstofur spítalans hafa hafa einnig yfir að ráða Philips Veradius einingu: færanlegur C-armur með flötum skynjara.

Share Links