Miðstöð fyrir sjúkraþjálfun og endurhæfingu
Hvort sem sjúklingur þarf sjúkraþjálfun vegna viðvarandi stoðkerfisvanda eða sem hluta af endurhæfingu eftir aðgerð þá býður St. Catherine sérgreinasjúkrahúsið upp á fyrsta flokks þjónustu á þessu sviði með teymi sérfræðinga með margra ára reynslu.
- Meðferð og endurhæfing er í boði við eftirfarandi sjúkdómum:
- Langvarandi verkir í liðum (tognun á liðum og/eða liðböndum)
- Langvarandi verkir (mjöðm og hné)
- Langvarandi verkir (hrygg og bakvandamál)
- Verkir í liðum og hrygg vegna bólgu (liðagigt) eða hrörnunarsjukdóma (liðhrörnun)
- Íþróttameiðsli og ofþjálfun hjá íþrótta- og áhugafólki
- Endurhæfing fyrir og eftir bæklunaraðgerð á liðum til að flýta fyrir bata
- Endurhæfing eftir aðgerð á hrygg
- Áfallaröskun
Sjúkraþjálfun og endurhæfing eftir aðgerð ákvarðar árangur og hraða bata. Dagleg sjúkraþjálfun dregur úr bólgum og stuðlar að lækningu vefsins. Hún hjálpar líka með því að bæta virkni, hreyfingu liða, draga úr vöðvaspennu og auka styrk. Eftir aðgerð eru sjúkraþjálfun og endurhæfing mikilvægir þættir í árangri skurðaðgerða og ákvarðar framvindu bataferils.
St. Catherine sjúkrahúsið býður upp á sértæka sjúkraþjálfun sem felur í sér:
- Endurhæfingu fyrir aðgerð
- Endurhæfingu eftir aðgerð
- Endurhæfingu eftir áverka
- Íþróttasjúkraþjálfun
- Hrörnunarmeðferð
- Forvarnarmeðferð
- Meðferð verkja utanvert í hnénu sem ágerist við síendurtekið álag (svo sem að hlaupa eða hjóla)
Það sem aðgreinir þessa sjúkraþjálfun frá öðrum er samþætt nálgun þverfagslegs teymis sérfræðinga (sérfræðilækna, bæklunarskurðlækna, sjúkraþjálfara), sem stöðugt taka þátt í öllu endurhæfingarferlinu. Svona nálgun tryggir hágæða meðferð og endurhæfingu. Endurhæfing er sniðin fyrir hvern sjúkling fyrir sig til að tryggja skjótan bata aftur til daglegra athafna.
Endurhæfing felur í sér eftirfarandi meðferðir:
- Fimleika í læknisfræðilegum tilgangi
- Handfjöllun og meðhöndlun liða
- Rafmeðferð
- Segulmeðferð
- Hitameðferð (ómskoðun)
- Ómsjá
- Lasermeðferð
- Sjokkbylgjumeðferð
- Kælimeðferðir (Cryotherapy og cryo-compression therapy)
- Raförvun vöðva og tauga
- Virk raförvun
- Lífræn afturverkun („Biofeedback“)
- Stöðug aðgerðalaus hreyfing (CPM) þar sem vél er notuð til að hreyfa liðamót án þess að sjúklingurinn þurfi að leggja sig fram
- Stuðnings límbönd til að minnka sársauka og bólgur (Kinesio taping, functional taping)
- PNF, Mulligan, Bobath, Cyriax, McKenzie, DNS
- Líkamsnudd