Miðstöð forvarnar læknisfræði

Forvarnalækningar byggjast á heilbrigðismati og ýmsum prófunum á sviði erfðafræði, lyfjarannsóknum og blóðsykri (Glycomics). Miðstöð forvarnar læknisfræði hjá St. Catherine sérgreinasjúkrahúsinu býður eftirfarandi þjónustu:

 • Almennt mat á heilsufari
 • Mat á heilsufari eftir COVID-19 heilkenni
 • Lyfjarannsóknir til að meta rétta lyjagjöf - RightMed® próf
 • Forvirk erfðapróf
 • Greining á erfðaprófi
 • Greiningu á blóðsykri (Glycomics)

Hágæða heilbrigðisþjónusta hefst með reglulegri árlegri skimun sem getur greint snemma alla áhættuþætti fyrir þróun langvinnra sjúkdóma og stuðlar þannig að árangursríkri meðferð á réttum tíma. Hjá St. Catherine sérgreinasjúkrahúsinu geta sjúklingar farið í alsherjar skoðun á heilsufari sínu á einum stað þar sem notast er við nýjasta greiningarbúnaðarinn með megináherslu á einstaklingsmiðaðar lækningar.

Miðstöðin byggir á nýjustu þekkingu í sameindalækningum og notar forvarnagreiningar til að hanna bestu meðferð fyrir hvern sjúkling. Sérsniðnar lækningar eru nýtt hugtak í heilbrigðisþjónustu sem kynnir alveg nýtt form einstaklingsmiðaðrar læknismeðferðar til að forðast skaðleg áhrif meðferða sem ekki henta einstaklingnum og hámarka árangur.

Þó að það sé nýstárlegt hugtak, mun þessi aðferð verða almenn læknisvenja í framtíðinni.

Með þessari aðferðafræði og þekkingu veitir St. Catheerine eftirfarandi þjónustu:

 • Persónulega nálgun og ráðgjöf um hvernig á að átta sig á, varðveita og bæta heilsu einstaklinga og draga úr hættu á langvinnum sjúkdómum
 • Fræðslu í að tileinka sér heilbrigðari lífsstíl
 • Að hjálpa sjúklingum að skilja samband erfðabreytileika og þróun sjúkdóma
 • Fræðslu um ákjósanlegt val og ákjósanlegan skammt af lyfi út frá greiningu á erfðamengi einstaklings til að forðast skaðleg áhrif af inntöku lyfja sem ekki henta viðkomandi
 • Með því að greina innihald glýkans (sykurs) sem tekur þátt í próteinbreytingu til að ákvarða líffræðilegan aldur sjúklingsins miðað við lífaldur
 • Öll þjónusta spítalans er veitt á einum og sama stað

Sérfræðingar St. Catherine sérgreinasjúkrahúsins eru sérstaklega stoltir af því að geta veitt RightMed® próf fyrir sína sjúklinga. Um er að ræða alhliða RightMed® greiningu sem St. Katherine hefur þróað í samstarfi með Mayo Clinic Í Bandaríkjunum. Felur hún í sér próf á einstaklingi sem læknirinn pantar og greinir DNA hjá viðkomandi sjúklingi til að ákvarða hvernig sjúklingurinn meðtekur ákveðin lyf. Greiningin ákvarðar hvaða lyfseðilsskyld lyf eru, eða eru ekki, líkleg til að virka út frá erfðamengi sjúklings. Það fer eftir genunum sjúklingsins hvort líkami hans brýtur niður lyf of hægt eða of hratt. Í fyrsta lagi getur sjúklingurinn sjúklingurinn fengið of mikið af lyfinu í einu og í öðru lagi getur verið að hann fái ekki nóg af lyfinu til að hafa áhrif. Að fá próf sem þessi til þess að greina hvernig einstaklingur svarar lyfjagjöf getur hjálpað lækninum að stilla lyfjagjöfina þannig hún verði skilvirkari fyrir sjúklinginn.

Share Links