Miðstöð bæklunarskurðlækninga og íþróttalækninga

Á sérgreinasjúkrahúsi St. Catherine er sérstök deild sem sérhæfir sig í bæklunarskurðlækningum og íþróttalækningum til meðferðar á beinum, liðum, liðböndum, sinum, vöðvum og taugum (stoðkerfisvandamál). Bæklunarlæknar St. Catherine eru alþjóðlega viðurkenndir sérfræðingar, þekktir fyrir skurðaðgerðartækni og nýstárlega nálgun við að leysa bæði einföld og erfið bæklunarvandamál. Hafa sérfræðingar spítalans verið að þróa nýjar lausnir fyrir sjúklinga sem bæta lækningu, hraða endurhæfingu og auka árangur. Deildin notar nýjustu tækni og fullkomnasta búnað sem völ er á til að bæta meðferðir fyrir fólk með stoðkerfisvandamál. Skurðlæknarnir vinna saman með öðrum sérfræðingum til að ákveða viðeigandi meðferðarmöguleika sem sniðin er fyrir þarfir fyrir hvern og einn sjúkling. Sérfræðingar í geislafræði, læknisfræði og endurhæfingu ásamt skurðlæknum vinna saman til að hraða endurhæfingu sjúklinga, fyrir, á meðan og eftir skurðaðgerð.

Deildin sérhæfir sig á öllum sviðum bæklunarlækninga, þar á meðal:

  • Gerfiliðaaðgerðir á mjöðm (uppbygging, endurbætur og skipti)
  • Gerviliðaaðgerðir á hné (uppbygging, endurbætur og skipti)
  • Beinbrot og slys
  • Handaraðgerðir
  • Liðsspeglun
  • Krossbandaslit
  • Axlaðgerðir
  • Meiðsli á fótum og ökkla
  • Meðfædd stoðkerfisvandamál
  • Íþróttameiðsli
  • Brjósk ígræðslur
  • Endurnýjun stoðkerfa og líkamsvefa

Sérgreinasjúkrahúsið St. Catherine framkvæmir einnig klínískar rannsóknir og býður sjúklingum sínum nýjustu valkosti í greiningu og meðferð. Til dæmis er St. Catherine sjúkrahúsið meðal nokkurra evrópskra stofnana sem byrjaði með því að nota bandvefsstofnfrumur sem unnar eru úr fituvef (AdMSC) í liðum sjúklinga með skemmd brjósk. Að auki hafa bæklunarlæknar St. Catherine, í fyrsta skipti í Króatíu og nálægum löndum, framkvæmt brjósk ígræðslu, aðgerð sem getur dregið verulega úr þróun liðgigtar.

Share Links