Lýtalækningar

Breytingar á augnlokum eru ekki aðeins fagurfræðilegt vandamál þar sem þær geta oft valdið alvarlegum og varanlegum breytingum á fremri augnhlutanum. Skurðlæknar hjá Svjetlost framkvæma allar gerðir skurðaðgerða á augnlokum til að gera virkni augans eðlilega. Aðgerðirnar eru framkvæmdar undir staðdeyfingu og sjúklingar eru útskrifaðir af sjúkrahúsinu sama dag.

Þegar fólk eldist verður húð augnlokanna þynnri sem leiðir til þess að stuðningur á bandvef minnkar og augnpokar myndast sem lafa fyrir augun. Óþarfa húð sem hangir yfir augnkantinum veldur húðslaka í efra og neðra augnloki sem leiðir til minni stuðnings af stoðvef og breytinga á augnloki þannig að það vísar inn eða út (e. ectropion og entropion). Daglegar hreyfingar á andlitsvöðvum og svipbrigði (leiði, undrun, hlátur) skapar hrukkur á enni, milli augabrúnanna og á ytra horni augans.

Til að laga slíkar öldrunarbreytingar á húð í andliti býður Svjetlost upp á meðferðir án skurðaðgerða með bótox og húðfylliefnum til að slétta hrukkur og svo einnig skurðaðgerðir til að fjarlægja augnpoka og slétta húð.

Svjetlost framkvæmir skurðaðgerðir á efri og neðri augnlokum með mismunandi hætti þannig að skurðurinn er gerður í náttúrulega gróp á augnlokinu þannig að örin verða ósýnileg og umfram húðin fjarlægð. Auk þess sem sjúklingurinn losnar við óþægindi sem fylgja slíkum öldrunarbreytingum gefur þessi aðferð færi á að líta vel og unglega út og líða betur í langan tíma án þess að það sjáist ör á eftir.

Crois d.o.o. er sjálfstætt fyrirtæki og er ekki í neinum eignatengslum við Svjetlost augnlæknasjúkrahús eða er rekið sem hluti af þeirra starfsemi.