Laseraðgerðir

Hingað til hafa yfir 60 milljónir manna fengið leiðréttingu á sjón með laseraðgerð í heiminum. Er þetta talin algengasta læknismeðferðin í dag og getur hjálpað fólki sem þjáist af nærsýni, fjarsýni og sjónskekkju. Næstum því allir sem þurfa á sjónleiðréttingu að halda geta verið gjaldgengir í þessa tegund aðgerða sem framkvæmdar eru með lasergeisla.

Hjá Svjetlost eru 12 augnlæknar sem framkvæma leiðréttingu á sjón með laser. Á síðustu 22 árum hefur Svjetlost í Zagreb lagað sjón í meira en 65 þúsund augum með laser og önnur 20.000 augu fengið leiðréttingu í hinum fimm útibúum Svjetlost í Split, Sarajevo, Banja Luka, Novi Sad og Budva. Er augnlæknastofnan útbúin nýjustu tækjum sem í boði til slíkra aðgerða og er með 2 Schwind Amaris 750S laser, 6 Wavelight Allegretto excimer laser og 2 Abbot iFS 150kHz femtosecond laser og framkvæmir allar tegundir laser augaaðgerða þar á meðal svokallaða ALL LASER LASIK.

Hjá Svjetlost hafa 9 starfandi augnlæknar og 10 hjúkrunarfræðingar farið í augnleiðréttingu með laser, þ.a.m. prófessor Nikica Gabrić, PhD og Maja Bohač, MD, PhD en með því telja þau sig betur í stakk búin til þess að útskýra aðgerðina fyrir sjúklingum sínum og geta þannig miðlað af eigin reynslu.

Þó hægt sé að meðhöndla og laga ellifjarsýni (þörf fyrir lesgleraugu) með laseraðgerð þá eru betri kostir í boði fyrir þá einstaklinga. Er fjallað um lækningu við ellifjarsýni hér sérstaklega á öðrum stað.

Crois d.o.o. er sjálfstætt fyrirtæki og er ekki í neinum eignatengslum við Svjetlost augnlæknasjúkrahús eða er rekið sem hluti af þeirra starfsemi.