Hornhimnu ágræðsla

Svjetlost er eina augnlæknastofan í Króatíu og meðal fárra í heiminum sem notar bæði hefðbundna DSAEK og hina endurbættu aðferð UT-DSAEK fyrir hornhimnuágræðslur (e. endothelial lamellar) í augu. Auk þess framkvæmir Svjetlost hornhimnu ágræðslur án biðlista, 365 daga á ári.

Augnlæknar Svjetlost hafa mótað og framkvæmt nýjustu aðferðir sem notaðar eru í heiminum í dag við ágræðslu á hornhimnum (DSAEK og UT-DSAEK). Er Svjetlost talin ein helsta augnlæknastofan í heiminum í dag sem framkvæmir ágræðslu á hornhimnum og koma 40% sjúklinganna erlendis frá. Beitir Svjetlost einstaklingsmiðaðri nálgun fyrir hvern og einn sjúkling þegar kemur að því að velja heppilegasta gjafavefinn. Árangur ágræðslu á hornhimnum hjá Svjetlost er 95% hjá sjúklingum með litla áhættu og 70% hjá sjúklingum með mikla áhættu.

Sérfræðingar Svjetlost, þau prófessor Nikica Gabrić, PhD og prófessor Iva Dekaris, PhD, eru frumkvöðlar í ágræðslu á hornhimnum. Eru þau Gabrić og Dekaris stofnendur fyrsta króatíska augnbankans sem stofnaður var árið 1995, höfundar fyrstu króatísku bókarinnar um starfsemi augnbanka og meðhöfundar tveggja evrópskra kennslubóka um augnbanka og ágræðslu á hornhimnum. Hafa augnlæknar hjá Svjetlost framkvæmt meira en þúsund hornhimnu ágræðslur síðastliðin 20 ár. Prófessor Iva Dekaris, PhD var forseti samtaka evrópska augnbanka (European Eye Bank Association) frá árinu 2010 til ársins 2013 og gegnir nú starfi varaforseta samtakanna. Iva Dekaris var svo endurkjörinn af evrópskum augnlæknum til að verða forseti samtakanna fyrir tímabilið 2019 til 2022.

Crois d.o.o. er sjálfstætt fyrirtæki og er ekki í neinum eignatengslum við Svjetlost augnlæknasjúkrahús eða er rekið sem hluti af þeirra starfsemi.