Gisting og staðsetning

1. Um Króatíu

Króatía er land sem er staðsett í Mið-Evrópu. Það nær yfir tiltölulega lítið svæði en býr yfir mikilli náttúrulegri fegurð og nóg að bjóða gestum, með vötnum, fossum, skógum, fjöllum og stórkostlegri strandlengju. Landið teygir sig eftir 970 kílómetra svæði meðfram Miðjarðarhafsströndinni þar sem finna má fjölda fallegra bæja með smábátahöfnum og stórum vötnum inn til landsins ásamt fjöllum með endalausum göngu- og hjólaleiðum.

Í Króatíu eru fjórar árstíðir, vetur sumar, vor og haust, og tvö loftslagssvæði. Inn til landsins er temprað meginlandsveður en við ströndina er notalegt Miðjarðarhafsloftslag með miklu sólskini, þurrum heitum sumrum og mildu röku veðri að vetri til.

Í hjarta Króatíu liggur höfuðborgin, Zagreb, sem er allt í senn söguleg og nútímaleg borg þar sem menning Austurríkis, Ungverjalands og Mið -Evrópu sameinast í heillandi blöndu mannlífs með sögufrægum stöðum, söfnum, verslunargötum, skemmtigörðum og fleira.

2. Komið með flugvél

Flugvellir sem bjóða upp á millilandaflug í Króatíu eru alþjóðaflugvöllurinn í Zagreb ásamt flugvöllum í Split, Zadar, Osijek, Pula og Dubrovnik og er ódýrt millilandaflug í boði á hvern þessara áfangastaða sem og gott innanlandsflug.

Alþjóðaflugvöllurinn í Zagreb er um 26 kílómetrum frá miðbænum og eru reglulegar rútuferðir

inn í miðborgina.

3. Komið með lest/bát

Hægt er að ferðast til Zagreb með lest frá helstu áfangastöðum í Evrópu. Þá er einnig hægt að taka ferju frá Ítalíu til Króatíu með króatíska siglingafyrirtækinu Jadrolinija sem er með ferjutengingar við ítölsku hafnirnar í Trieste, Ancona, Pescara og Bari.

4. Að keyra í Króatíu

Croatian National Auto Club veitir gagnlegar upplýsingar umferðamál í Króatíu. Í Króatíu er hægrihandar umferð eins og á Íslandi.

5. Að komast um

Rútur eru vinsælustu almenningssamgöngurnar í Króatíu og bjóða þær upp á daglegar ferðir milli borga og landssvæða. Zagreb er einnig með gott almenningssamgöngukerfi þar sem hægt er að velja sporvagna, stætó og lestir. Leigubílar í Króatíu aka samkvæmt gjaldmæli. Þjónusta eins og Uber og Bolt er í boði og er hún mikið notuð bæði af heimamönnum og ferðamönnum.

6. Hvers vegna að leita sér lækninga til Króatíu?

Króatía hefur fremur nýlega hafið þjónustu á sviði lækningaferðamennsku en býður upp á mikinn sparnað og hágæða meðferðir. Mörg einkasjúkrahús eru staðsettir í Zagreb, enda er það höfuðborgin og efnahagsleg miðstöð landsins. Króatískir læknar eru vel þekktir fyrir sérþekkingu sína, reynslu og gott læknanám. Þeir veita hágæða læknisþjónustu með nýjustu aðferðum.

Einka heilsugæslustöðvar og sjúkrahús í Króatíu hafa nútíma hátæknibúnað og mjög fagmannlegt starfsfólk. Vegna stærðar landsins er auðvelt að skipuleggja læknismeðferð í Króatíu og sníða hana að þörfum ferðamanna sem sækja landið heim sér til ánægju og heilsubótar.

7. Gisting (St. Catherine)

Hótel nálægt St. Catherine Specialty Hospital Zabok/ Zagreb

ZABOK

Hotel Vila Magdalena ****

Mirna ulica 1

49217 Krapinske toplice

Location: https://www.villa-magdalena.net/en/location-arrival/

Hotel Castle Gjalski ***

Gredice Zabočke 7

49210 Zabok

Location: https://www.agoda.com/hotel-castle-gjalski/hotel/zabok-hr.html?cid=-120


ZAGREB

Esplanade Zagreb Hotel *****

Mihanovićeva 1

10000 Zagreb

Location: http://www.esplanade.hr/en/location.html

Sheraton Zagreb Hotel *****

Kneza Borne 2

10000 Zagreb

Location: http://www.sheratonzagreb.com/

Hotel Rebro ***

Kišpatićeva 12

10000 Zagreb

Location: http://www.hotelrebro.com/wp-content/uploads/2010/10/directions.pdf

Share Links