Háskólinn í Zagreb er með augnlækningadeild. Henni stýrði prófessor Nikica Gabrić, PhD, einn þekktasti og farsælasti augnlæknir í Suðaustur-Evrópu. Dr. Gabrić er einnig yfirmaður fyrsta króatíska augnabankans, sem hann stofnaði árið 1994, þegar hann ákvað að opna sína eigin augnlæknastofu sem hann nefndi Svjetlost (sem þýðir ljós á króatísku).
Svjetlost hóf starfsemi formlega árið 1998 í íbúð með einu „excimer“ leysitæki við sjóngöllum. Tveimur áratugum síðar hefur Svjetlost samstæðan opnað sjö augnlæknastöðvar í fimm löndum (Króatíu, Bosníu og Hersegóvínu, Serbíu, Svartfjallalandi og í Norður-Makedóníu) með yfir 200 starfsmenn, 60 augnlækna, 400.000 viðskiptavini og 135.000 framkvæmdar aðgerðir.
Í dag er Svjetlost ein stærsta og best útbúna augnlæknastofan í Evrópu og þar starfa sérhæfðir augnlæknar sem nota þá nýjustu tækni sem völ er á í heiminum í dag. Svjetlost gerir miklar kröfur um tækni og þekkingu og er þekkt af því að bjóða upp á nýjustu framfarir í augnlækningum sem er í boði í heiminum á hverjum tíma. Er Svjetlost fyrsta einkarekna augnlæknastofnan í Króatíu með höfðuðstöðvar í Zagreb en útibú í fimm öðrum löndum. Starfandi augnæknar hjá Svjetlost eru taldir meðal fremstu sérfræðinga á sínu sviði í heiminum í dag með bæði yfirgripsmikla fræðilega reynslu og tugþúsundir aðgerða að baki. Þeir rannsaka hvern sjúkling fyrir sig sérstaklega til þess að tryggja bestu mögulegu lækningu við hverju því sjúkdómstilfelli sem á að meðhöndla í hvert skipti.
Augnlæknastofna Svjetlost í Zagreb er með 6 fullbúnar skurðstofur, greiningar- og göngudeildir, augnbankaeiningu, rannsóknarstofu til blóðrannsókna og lyfjadeild. Svjetlost býr einnig yfir fjölnota ráðstefnusal og margmiðlunarbúnaði fyrir beinar útsendingar frá skurðstofum og fyrir ráðstefnur með öðrum heilsugæslustöðvum í landinu og erlendis. Hjá Svjetlost í Zagreb er einnig sjúkrahótel þar sem í boði er gisting í eins eða tveggja manna herbergjum með sólarhrings umönnun starfsfólks og sérfræðinga.
Auk þess að bjóða upp laser- og augasteinsaðgerðir til að leiðrétta sjón og fjarlægja ský á augastein þá framkvæmir Svjetlost einnig glerhlaupsaðgerðir (e. vitrectomy) sem taldar eru til flóknustu augnaðgerða, glákuaðgerðir með frárennslisígræðslur í augu, skurðaðgerðir til að leiðrétta sjónstefnu augans (rangeygni), lýtalækningar á augnlokum og til að laga sýkingu í hársekk í efra eða neðra augnloki (vogrís) og aðgerða við innsetningu á gerviaugum, o.s.frv.
Augnlæknastofnan Svjetlost hefur hlotið fjölmörg alþjóðleg verðlaun fyrir framúrskarandi augnlæknaþjónustu sem undirstrikar áreiðanleika og gæði þeirrar þjónustu sem hún veitir. Má þar helst nefna að árið 2018 var Svjetlost fyrst sjúkrastofnana í Króatíu og í Suðaustur-Evrópu til að hljóta hin þekktu alþjóðlegu Star Diamond Award verðlaun sem afhent voru af Joseph Cinque, forseta American Academy of Hospitality Sciences. Þessi verðlaun eru til viðbótar mörgum öðrum viðurkenningum sem Svjetlost hefur hlotið á sviði augnlækninga á yfir 20 ára starfstíma sínum við að veita þjónustu í hæsta gæðaflokki.
Helstu verðlaun sem Svjetlost hefur hlotið eru:
Auk þess að vera ein af fremstu augnlæknastöðvum í heiminum býður Svjetlost meðferðir sínar og skurðaðgerðir á sem skemmstum mögulega tíma fyrir viðskiptavini sína án þess að þeir þurfi að bíða á biðlista.
Heimsþekktar stjörnur og íþróttamenn velja Svjetlost
Færni Svjetlost á sviði augnlækninga og framúrskarandi þjónusta hafa leitt til þess að heimsfrægt fólk og íþróttamenn um allan heim koma til Króatíu til þess sækja sér augnlækningu hjá Svjetlost. Nýlega var breski leikari Tim Roth hjá Svjetlost en hann er þekktur um allan heim fyrir hlutverk sín í kvikmyndum Quentin Tarantino. Hann hafði flogið, á milli upptöku á nýrri mynd sem verið var að taka upp í Liverpool, til Króatíu til þess að fá lækningu á sjónskerðingu til frambúðar.
Roth sást þann 10. desember 2019 á Regent's Hotel í Zagreb upptekinn við að lesa á farsímann sinn. Blaðamenn og almenningur skildu ekki hvernig hann gat lesið textan á símanum án þess að notast við gleraugu eftir að hafa verið með skerta sjón í 40 ár en það var hægt eftir aðgerð sem gerð var aðeins deginum áður hjá Svjetlost.
Prófessor Gabrić og teymi hans fóru fyrir aðgerðinni þar sem Roth og kona hans Nikki fengu ígrædda nýja tegund af augasteinum, Synergy, með fjölfókus eiginleikum sem eingöngu voru fáanlegir hjá Svjetlost. Er Svjetlost auk þess ein af þremur augnlækningastofum í heimi til að innleiða þessa byltingarkenndu linsu frá fyrsta degi frá því að þær fyrst voru boðnar á markaðnum sex mánuðum áður.
Þann 27. apríl 2019 dvaldi Ivana Trump í Zagreb í nokkra daga. Aðalástæðan fyrir heimsókn hennar til Króatíu var að fara í augnaðgerð sem framkvæmd var með góðum árangri hjá Svjetlost. Annað þekkt fólk, svo sem Armand Assante, Franco Nero, Rade Serbedzija, og Króatarnir Tin Srbic, Maksim Mrvica, Oliver Dragojevic, Zvonimir Boban, Miroslav Blazevic og margir aðrir hafa einnig fengið lausn á sjónvandamálum sínum hjá Svjetlost.
Þann 31. október 2018, ákvað Franco Nero, frægur ítalskur leikari, að fara í augnaðgerð til Zagreb í Króatíu aðeins nokkrum dögum eftir að bandaríski leikarinn Armand Armand hafði fengið árangursríka lækningu hjá Svjetlost í Zagreb. Augasteinar með fjölfokus eiginleikum voru notaðir sem leystu sjónvandamál hjá Nero sem fólu í sér ský á augastein og sjónskerðingu. Var aðgerðin framkvæmd af prófessor Nikica Gabrić í samvinnu við teymi hans hjá Svjetlost. Franco Nero hefði getað fengið lausn á sjónvandamálum sínum hjá augnlæknastofum í Róm eða London, en hann ákvað frekar að fara til Svjetlost eftir afspurn annarra og ráðleggingu frá þeim. „Þetta er besta sönnun þess að með því að veita gæðaþjónustu öðlumst við traust sjúklinga okkar og að við frá litla landinu Króatíu getum keppt við bestu augnlæknastofur heims“, sagði stofnandi og forstöðumaður augnlæknastofunna Svjetlost, prófessor. Nikica Gabrić, Ph.D., MD.
Með hvatningu Armand og traust á störfum prófessors Gabrić og teymi hans hjá Svjetlost, ákvað Nero að finna lausn á sjónvandamálum sínum í Króatíu. „Ég er hamingjusamastur þegar ég er að vinna við kvikmyndagerð. Mér finnst gaman að skapa, ég vinn allt mitt líf og það gleður mig. Í algjöru dálæti við það sem ég elska – að leika, hafa mér verið takmörk sett af slæmri sjón sem hefur versnað eftir því sem árin líða. Frá þessum degi líð ég ekki lengur fyrir að hafa slæma sjón og get séð allt í kringum mig fullkomlega“ sagði hinn 76 ára leikari.
Tin Srbić, heimsmeistari í fimleikum, valdi einnig Svjetlost til þess að fá lausn á sjónvandamálum sínum sem urðu langt umfram væntingar og gáfu honum fyrirheit um auknar framfarir. Fyrir aðgerðina sagðist hann hafa verið með smá ótta en síðan sá hann árangurinn. „Ég held að enginn ætti að vera hræddur. Aðgerðin var sársaukalaus og stóð í tíu mínútur. Fyrsta þjálfun mín eftir aðgerðina var ótrúleg. Í fyrsta skipti gat ég séð tímann á klukkunni í salnum. Ég gat meira að segja séð nálina telja sekúndurnar. Tilfinningin á þverslá var allt önnur, allt auðveldara og einfaldara. Með fullkomna sjón skapast ný tækifæri í þjálfuninni og hvetur mig áfram til að verða enn betri. “
Allt efni og myndir er birt með góðfúslegu leyfi Svjetlost Eye Clinic.